*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 13. apríl 2018 14:51

Tvöfaldar fjárfestinguna í Kviku

Eigandi áskriftarréttinda á hlutabréfum í bankanum fær bréf í bankanum með markaðsvirði um 80 milljónir á um 40 milljónir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eigandi áskriftarréttinda að hlutum í Kviku banka hefur nýtt sér kauprétt á bréfum að nafnvirði 9.978.678 á genginu 4,13 krónur.

Núverandi gengi bréfa í Kviku banka er hins vegar 8,2 krónur. Því má ætla að eigandi áskriftarréttindanna hafi þurft að leggja inn 41,2 milljónir króna fyrir bréf sem eru að andvirði 81,8 milljóna króna.

Samkvæmt tilkynningu Kviku banka til kauphallarinnar er stjórn bankans heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 88.571.426 krónur að nafnvirði til að uppfylla skyldur gagnvar þegar útgefnum áskriftarréttindum. Frestur til að nýta heimildina er til loka árs 2019, en þegar hefur stjórnin nýtt heimild samkvæmt ákvæðinu til að gefa út hluti að nafnvirði 19.957.356 krónur.

Heildarhlutafé í Kviku banka er nú að nafnvirði 1.844.996.308 krónur, en eftirstæð heimild nemur 58.635.392 krónum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim