Eigandi áskriftarréttinda að hlutum í Kviku banka hefur nýtt sér kauprétt á bréfum að nafnvirði 9.978.678 á genginu 4,13 krónur.

Núverandi gengi bréfa í Kviku banka er hins vegar 8,2 krónur. Því má ætla að eigandi áskriftarréttindanna hafi þurft að leggja inn 41,2 milljónir króna fyrir bréf sem eru að andvirði 81,8 milljóna króna.

Samkvæmt tilkynningu Kviku banka til kauphallarinnar er stjórn bankans heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 88.571.426 krónur að nafnvirði til að uppfylla skyldur gagnvar þegar útgefnum áskriftarréttindum. Frestur til að nýta heimildina er til loka árs 2019, en þegar hefur stjórnin nýtt heimild samkvæmt ákvæðinu til að gefa út hluti að nafnvirði 19.957.356 krónur.

Heildarhlutafé í Kviku banka er nú að nafnvirði 1.844.996.308 krónur, en eftirstæð heimild nemur 58.635.392 krónum.