Í ár komu hátt í 150 þúsund farþegar með skemmtiferðarskipum til Reykjavíkur og voru skipakomurnar fjórðungi fleiri en í fyrra að því er Túristi greinir frá.

Í heildina voru farþegar í skemmtiferðaskipum 26 milljónir á síðasta ári, sem er tvöföldun frá árinu 2009. Á hvern farþega með skipi er þrefalt meira losað af gróðurhúsalofttegundum en ef þeir ferðast með flugi.