*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 24. nóvember 2015 11:20

Tyrkir skjóta niður rússneska þotu

Sukhoi Su-24 þota Rússa var skotin niður við landamæri Sýrlands í morgun af lofther Tyrkja.

Ritstjórn
epa

Herþota af gerðinni Sukhoi Su-24 var skotin niður í kringum landamæri Sýrlands í morgun. Tyrknesk F-16 þota á að hafa skotið á vélina.

Flugmennirnir komust lífs af, en þeir náðust á myndband svífandi til jarðar í fallhlífum. Heimildir varðandi afdrif flugmannanna eru skiptar og mismunandi. 

UPPFÆRT: Myndband frá Russia Today birtist á vefnum sem á samkvæmt heimildum að sýna annan flugmann rússnesku þotunnar umkringdan vígamönnum. Hann er talinn látinn. Hér má sjá myndskeiðið umrædda. Hafa ber í huga að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. 

Enn eru skiptar heimildir fyrir afdrifum hins flugmannsins.

Hafa skotið niður rússneska dróna áður

Rússneski herinn hefur gert stöðugar loftárásir á hryðjuverkasamtökin ISIS, sem eru staðsett í Sýrlandi. Yfirvöld í Tyrklandi hafa gagnrýnt og varað Rússa við að fljúga ekki gegnum lofthelgi Tyrklands. Í október var drón á vegum rússneska hersins skotið niður af tyrkneska hernum.

Atvikið hefur haft áhrif á tyrkneska markaði. Líran féll um rúmt prósentustig miðað við bandaríkjadal og vísitala hlutabréfamarkaðarins í Istanbúl hefur einnig fallið um 1.6%. Á sama tíma hafa rússnesk hlutabréf fallið lítillega, meðan rússneska rúblan helst stöðug.

Túrkmenar og ódýr olía

Tyrkir vilja vernda sýrlenska Túrkmena, sem eru af tyrkneskum uppruna. Túrkmenarnir sem um ræðir hafa sýnt ríkisstjórn Bashar Al-Assad forseta Sýrlands, sem stríðir við uppreisnarliða auk liðsafla ISIS í borgarastyrjöldinni, mikla andstöðu.

Túrkmenarnir líta til Tyrklands varðandi aðstoð, en talsmaður samfélags Túrkmena segir ríkisstjórn Sýrlands ávallt hafa neitað Túrkmenum um réttmæta stöðu sína innan þjóðfélagsins. Nú vilji Túrkmenar láta til sín taka.

Viðskiptablaðið fjallaði um hvernig hryðjuverkasamtökin ISIS fjármögnuðu sig með því að selja olíu nýlega. Helsti kaupandi olíunnar eru tyrkneskir smyglarar.

Mikið fjármagn streymir gegnum smyglleiðirnar, eða því sem um nemur 6 milljörðum króna á hverjum mánuði.

Stikkorð: Rússland Olía Tyrkland ISIS
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim