*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 7. júní 2018 18:24

Tyrkland hækkar stýrivexti

Tyrkneski seðlabankinn tók þá ákvörðun að hækka stýrivexti til að koma stöðugleika á gengi lírunar.

Ritstjórn
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands
european pressphoto agency

Tyrkneski seðlabankinn kom mörkuðum á óvart þegar hann tók þá ákvörðun að hækka stýrivexti til að koma stöðugleika á gengi lírunar. En hún hefur fallið um 17% gagnvart bandaríska dollaranum frá áramótum. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. 

Tyrkneskir embættismenn binda vonir við að vaxtahækkunin muni koma stöðugleika á gjaldmiðil landsins en kosningar í Tyrklandi fara fram þann 24. júní næstkomandi. Recep Tayyip Erdogan sækist eftir því að framlengja 15 ára feril sinn sem forseti landsins. 

Vaxtahækkunin kom fjárfestum í opna skjöldu en Erdogan hefur í mörg ár tjáð mótstöðu sína gagnvart vaxtahækkunum. Í maí síðastliðnum féll líran í kjölfar ummæla forsetans þess efnis að nái hann kjöri myndi hann taka peningastefnuna fastari tökum og hafa meiri áhrif á peningastefnu landsins. 

Stikkorð: Tyrkland Erdogan líran
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim