Tyrkneska Borsa Istanbul 100 vísitalan hefur lækkað um 5% síðan markaðir opnuðu. Niðursveiflan kemur í kjölfar óvissu sem skapast hefur í landinu eftir misheppnað valdarán tyrkneska hersin s.

Líran, hefur styrkst lítillega frá því á föstudaginn, en þá féll hún einnig um 5%. Yfirvöld nýttu helgina í að ná tökum á ástandinu. Seðlabankinn tilkynnti einnig að hann myndi nýta öll úrræði, ef til bankaáhlaups kæmi.


Búist var við stórfelldari lækkunum, en yfirvöld virðast hafa náð að draga úr óttanum. Ávöxtunarkrafa á 10 ára tyrknesk ríkisskuldabréf hefur engu að síður hækkað lítillega. Eftirspurn eftir tyrkneskum skuldatryggingum hefur einnig aukist.

Gera má ráð fyrir frekari sveiflum á tyrkneskum mörkuðum á næstu vikum. Ástandið er enn brothætt og óljóst er hver stendur á bak við þetta valdarán. Hafa sumir gengið svo langt að ásaka Erdogan sjálfan um skipulagningu valdaránsins. Hann hefur á stjórnmálaferli sínum sífellt sóst eftir meiri völdum.