Í dag munu forsvarsmenn Uber mæta fyrir dóm í London. Þar munu þeir berjast fyrir því að ákvörðun yfirvalda þar í borg um að synja fyrirtækinu um áframhaldandi starfsleyfi verði hnekkt. Þetta kemur fram á vef Reuters .

TfL, stofnun sem sér um leyfisveitingar fyrir samgöngur í London, hafnaði í september á síðasta ári að framlengja starfsleyfi Uber. Stofnunin byggði ákvörðun sína á því að Uber hafi ekki skoðað bakgrunnsupplýsingar um bílstjóra sinna, auk þess sem að fyrirtækið hafi ekki tilkynnt um meint glæpsamleg athæfi.

Í kjölfar þess að Uber var synjað um starfsleyfi, hefur fyrirtækið tekið til í starfsemi sinni í London til þess að koma til móts við TfL.

Markaðurinn í London er gífurlega mikilvægur fyrir fyrirtækið, en af þeim 50.000 bílstjórum sem keyra fyrir Uber í Bretlandi, eru 40.000 þeirra staðsettir í London.

Talið er að þetta dómsmál gæti tekið nokkuð ár, þar sem að niðurstaða dómsins gæti tekið margar vikur, auk þess sem að aðilinn sem tapar málinu mun líklega áfrýja því. Á meðan málið er í gangi getur Uber haldið áfram starfsemi sinni í London.