Bilanir í neðanjarðarlestarkerfum Washington D.C. hafa leitt til þess að leigubílaforritið Uber hefur slegið flestöll sín met á fáeinum dögum. Milli vikna jukust nýskráðir notendur á svæðinu um heil 70% , og helmingur allra skráðra Uber-bílstjóra voru keyrandi farþega um borgina.

Einhverjir voru áhyggjufullir um að hin mikla eftirspurn myndi keyra verð upp úr öllu veldi - en svo fór ekki. Eftirspurnarverð hækkaði ekki mikið umfram það sem tíðkast á venjulegum háannatíma, einkum vegna þess að svo margir bílstjórar ákváðu að keyra þessa dagana.

Uber hefur ákveðið framboðs/eftirspurnarkerfi sem kallast Surge Pricing - ef fleiri vilja bíl en standa til boða hækkað verð á hverri bílferð.