Snjallsímaleigubílafyrirtækið Uber hefur uppljóstrað um hentuga leið til þess að mæla hvort leigubílstjórar sínir fylgi ekki örugglega reglum umferðarinnar.

Þegar notandi Uber sest inn í bíl sem hann pantaði byrjar síminn hans sjálfkrafa að meta hversu hratt bifreiðin er að keyra, sem er svo sent í gagnagrunn Uber og merkt bílstjóra leigubílsins.

Þá eru gefnar einkunnir í lok bíltúrsins, og ef einkunnirnar eru í samræmi við einkunnirnar sem bílstjórinn hlýtur getur Uber haft samband við bílstjórann og beðið hann að bæta umferðarhegðun sína.

Snjallsímar eru útbúnir með hreyfiskynjurum og GPS-mælum, sem vinna saman að því að meta gróf gögn um aksturshæfi hvers bílstjóra fyrir sig.