Fyrirtækið Clustertruck hóf starfsemi fimmtudaginn síðastliðinn í bandarísku borginni Indianapolis og hefur við­ skiptalíkani fyrirtækisins verið líkt við leigubílaþjónustuna Uber.

Í raun er þó um nokkuð hefðbundna heimsendingar­ þjónustu að ræða, fyrir utan það að notendur panta matinn með sérstöku snjallsímaforriti.

Pantanir berast strax í gegnum það til kokka fyrirtækisins. Þeir geta séð hvar sendlarnir eru staddir í borginni og byrja ekki að elda fyrr en þeir sjá að sendill er nógu skammt frá eldhúsinu til að geta sótt matinn nýeldaðan.