Verðmæti seldra framleiðsluvara jókst um 4,1% milli áranna 2014 og 2015, eða um 29,5 milljarða króna.

Málmar og fiskafurður vega þyngst

Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni reyndist verðmætið 754 milljónir króna á síðasta ári, en verðmæti málmframleiðslu og framleiðslu á fiskafurðum vóg þyngst.

Nam framleiðsla á fiskafurðum 34,4% af heildarverðmæti árið 2015, sem er eilítil aukning frá því að vera 33,9% árið 2014.

Árið 2015 nam framleiðsla málma 29,1% en árið 2014 var hlutfall þess af heildarverðmæti framleiðsluvara 28,8%.

Verðmæti framleiðsluvara annarra en fiskafurða og málma nam 275 milljörðum króna á síðasta ári, sem er aukning um tæpa 4,5 milljarða, eða um 1,6% frá fyrra ári.