Tix miðasala ehf. tapaði um 3,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 36,3 milljóna króna hagnað árið á undan og versnaði því afkoma félagsins um 39,9 milljónir króna milli ára.

Tekjur félagsins árið 2017 námu 93 milljónum króna en rekstrargjöldin námu rétt rúmum 99 milljónum króna og jukust þau um 31 milljón milli ára. Laun- og launatengd gjöld námu 27 milljónum króna og jukust þau um 5 milljónir milli ára.

Tix rekur bókunarþjónustu í Reykjavík og hjá fyrirtækinu störfuðu sjö starfsmenn á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Tix er Hrefna Sif Jónsdóttir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .