*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 16. ágúst 2018 08:41

Um 57% leigusala eru einstaklingar

Í greiningu frá ÍLS kemur fram að fyrirtæki hafi aukið hlutdeild sína á meðan hlutdeild einstaklinga og fjármálastofnanna hefur dregist saman.

Ritstjórn
Samkvæmt gögnum sem Þjóðskrá Íslands birti á dögunum kemur fram að um 57% leigusala eru einstaklingar.
Aðsend mynd

Samkvæmt gögnum sem Þjóðskrá Íslands birti á dögunum kemur fram að um 57% leigusala eru einstaklingar. Þá eru fyrirtæki um 41% leigusala en fjármálastofnanir eru 2%. Þetta kemur fram á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. Gögnin byggðu á um 5.622 íbúðum sem öllum var þinglýst í júlí. 

Í greiningunni kemur jafnframt fram að fyrirtæki hafi aukið hlutdeild sína á meðan hlutdeild einstaklinga og fjármálastofnanna hefur dregist saman. Sem dæmi má nefna að fyrir 6 árum síðan var hlutur einstaklinga 74%. 

Vert er að hafa í huga að í úrvinnslunni var einungis unnið með þinglýsta leigusamninga á markaðnum. Leigusamingar þar sem herbergjafjöldi var ekki tilgreindur var einnig sleppt ásamt félagslegum íbúðum og einstaka herbergjum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim