*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 14. nóvember 2018 12:08

Um 600 milljóna króna gjaldþrot

Rekstrarfélagið Kandi ehf. sem meðal annars rak barnafataverslunina Polarn O. Pyret í Kringlunni hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Rekstrarfélagið Kandi ehf. sem meðal annars rak barnafataverslunina Polarn O. Pyret í Kringlunni var úrskurðað gjaldþrota í febrúar árið 2015 og lauk skiptum í búið nú á dögunum. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Kröfurnar í búið námu um 586 milljónum króna en engar eignir fundust í búinu. 

Polarn O. Pyret var stofnað í Svíþjóð árið 1976 og hefur verið verslun með nafninu á Íslandi í rúmlega þrjátíu ár. 

Stikkorð: Gjaldþrot