Umhverfisráðtefna Gallup og samstarfsaðila fer fram í Hörpu í fyrramálið kl. 9 og hefst með ávarpi umhverfis- og auðlindaráðherra. Meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup hafa tæp 63% landsmanna breytt hegðun sinni undanfarna tólf mánuði til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag.

Þá segist um helmingur hafa breytt neysluvenjum sínum í sama tilgangi í daglegum innkaupum og en aðeins fjórðungur landsmanna hefur á einhvern hátt breytt ferðavenjum sínum til að minnka umhverfisáhrif af ferðamátanum.

Þá er athyglisvert að meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á sig og fjölskyldu sína samkvæmt könnuninni, en niðurstöður hennar í heild verða ræddar á ráðstefnu Gallup og samstarfsaðila í Norðurljósasal Hörpu í fyrramálið, föstudagsmorgunn.

Kynna niðurstöður viðhorfskönnunar

Ráðstefnan hefst með skráningu og morgunveitingum kl 8.30 en dagskráin hefst kl. 9.00 og stendur til kl 11.15.

Ráðstefnan hefst með ávarpi umhverfis- & auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Að því loknu kynnir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup, niðurstöður nýrrar könnunar á viðhorfi Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála.

Í kjölfarið kynna fulltrúar fyrirtækja, stofnana og samtaka hvernig þeir horfa til framtíðar varðandi umhverfismál og loftslagsbreytingar.

Þeir sem koma fram eru fulltrúar:

  • Reykjavíkurborgar
  • Icelandair
  • Landsvirkjunar
  • Umhverfisstofnunar
  • Vínbúðarinnar
  • Arion banka
  • Orku Náttúrunnar
  • Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Orkustofnunar
  • Mjólkursamsölunnar.

Einnig flytur stutt erindi Halla Hrund Logadóttir hjá Arctic Initiative. Arna Frímannsdóttir, sérfræðingur á greiningarsviði Gallup, stýrir fundi.