Ný herferð UN Women á Íslandi ber heitið Fokk ofbeldið og er ætlað að vekja fólk til vitundar um kynbundið ofbeldi. Lyfja er styrktaraðili UN Women og sér um sölu á armbandi til styrktar herferðinni sem fæst í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um alla land dagana 6.-20. febrúar.

Landsmenn geta tekið þátt í byltingunni með því að kaupa Fokk ofbeldi armbandið. Ágóði armbandanna rennur í Styrktarsjóð SÞ til afnáms ofbeldis gegn konum. Sjóðurinn styrkir um 80 verkefni í 70 löndum um þessar mundir og hefur bein áhrif á líf þriggja milljóna manna. Það er ósk UN Women á Íslandi að armbandið fái fólk til að tala um ofbeldi gegn konum. Með aukinni vitund eiga breytingar sér stað. Af hverju „Fokk ofbeldi“? Fokk ofbeldi armbandið er ætlað fullorðnum. Orðalagið er vísvitandi ögrandi og ætlað að hreyfa við fólki og stuðla að vitundarvakningu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ef orðalagið fer fyrir brjóstið á fólki þá er mikilvægt að muna að ein af hverjum þremur konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og 39 þúsund stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverjum einasta degi eða ein á þriggja sekúndna fresti. Þetta mun aldrei breytast nema að við tökum höndum saman,“ segir í tilkynningu frá UN Women.