*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 24. febrúar 2017 18:52

Undanþágur vegna afleiðuviðskipta

Seðlabanki Íslands telur nú forsendur til að veita tilteknar undanþágur vegna afleiðuviðskipta.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Seðlabanki Íslands telur nú forsendur til að veita undanþágur frá lögum vegna afleiðuviðskipta til varanlegra áhættuvarna. þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Breyting þessi á framkvæmd markar áfanga í átt að fullri losun fjármagnshafta. Nánar tiltekið er um að ræða undanþágur sem geta dregið úr gjaldeyrisáhættu tengdri beinni fjárfestingu innlendra aðila erlendis og erlendra aðila á Íslandi.

Fyrirtækjum verður jafnframt gert kleift að leiðrétta gjaldeyrisójöfnuð á efnahagsreikningi sínum. Markmið breytinganna er að meta nauðsyn og vilja fyrirtækja til áhættuvarna á næstu misserum og undirbúa fulla losun fjármagnshafta.

Undanþágur þessar eru sömuleiðis til þess fallnar að draga úr áhættu fyrirtækja í rekstri og hafa jákvæð áhrif á kjör og lánshæfi þeirra.

Undanþágur vegna afleiðuviðskipta til spákaupmennsku verða þó ekki leyfðar að sinni.