Íþróttavörufyrirtækið Under Armour hefur skilað af sér uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2017 en velta félagsins var um 1,37 milljarður dala sem er jafnvirði tæplega 140 milljarða íslenskra króna. Veltuaukningin var því um 4,6% að er The Wall Street Journal greinir frá .

Bréf Under Armour hafa hækkað mikið síðan það skilaði af sér uppgjörinu eða um 13% þegar þetta er skrifað. Uppgjör fjórðungsins er á öllu jákvæðari nótum heldur en uppgjör þriðja fjórðungs þegar tekjur félagsins drógust saman í fyrsta skipti síðan það skráði sig á markað árið 2005.

Under Armour hefur verið að endurskipuleggja reksturinn en það tapaði 87,9 milljónum dala sem samsvarar tæplega 9 milljörðum króna á fjórðungnum samanborið við 103,2 milljóna dala hagnað á sama tíma í fyrra.