Fjórir af stærstu bönkum heims vinna saman að hönnun nýrrar tegundar rafrænnar myntar. Á vef Financial Times er fjallað um málið.

Bankarnir fjórir eru; svissneski bankinn UBS, ásamt Deutsche Bank, Santander og BNY Mellon. Þeir vinna jafnframt náið með miðlaranum ICAP. Þessir aðilar vilja kynna hugmyndina fyrir seðlabönkum eins fljótt og auðið er.

Vilja bankarnir bæta samskipti milli fjármálafyrirtækja. Einnig vilja þeir leysa deilur sem hafa myndast vegna blockchain, sem er tæknin sem er notuð við rafrænu myntina Bitcoin. Hægt væri að nota þessa rafmynt sem viðmið.

Bankarnir, sem voru upprunalega efins um ágæti rafrænna mynta - virðist því hafa snúist hugur.