*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 3. janúar 2018 15:24

Undirbúa málsókn gegn United Silicon

Andstæðingar stóriðju í Helguvík vinna nú að málsókn gegn United Silicon en 30 manns hafa lýst yfir áhuga á þátttöku.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Andstæðingar stóriðju í Helguvík vinna nú að hópmálsókn gegn United Silicon til þess að fá starfsleyfi fyrirtækisins ógilt. Fréttastofa RÚV greinir frá því að forsvarsmenn hópsins hafi nú þegar rætt við lögfræðing og að um 30 manns hafi lýst áhuga á að taka þátt í málsókninni á innan við sólarhring.

Engin starfsemi hefur þó verið í verksmiðjunni síðan 1. september síðastliðinn en fyrirtækið fór í greiðslustöðvun 14. ágúst sem var svo framlengd til 22. janúar. 

Þórólfur Júlían Dagsson forsvarsmaður hópsins segir að starfsleyfi United Silicon hafi byggt á lýsingum á verksmiðjunni eins og hún hafi verið kynnt í upphafi en síðan hafi hún tekið breytingum. 

Viðskiptablaðið hefur fjallað um að stjórn United Silicon hyggist funda með mögulegum kaupendum nú í byrjun árs en átta fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að eignast verksmiðjuna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim