Að mati Almars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, er skortur á byggingarlóðum á Íslandi. Það hefur haft mikil áhrif á þróun á lóðaverði. Þetta kom meðal annars fram í framsögu hans á málþingi sem haldið var af íslenska byggingavettvangnum og velferðarráðuneytinu í gær. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu .

Þar kom fram að það væri undirliggjandi þörf á nýju íbúðarhúsnæði á næstu árum sé um 1.500 til 1.800 íbuðir á ári. Það myndi útleggjast sem 6-7 íbúðir á dag, alla virka daga ársins. Frá árinu 1970 hafa að jafnaði um 1.800 íbúðir verið byggðar. Nú er uppsöfnuð þörf vegna takmarkaðrar íbúðarfjárfestingar á síðustu árum í kringum 2.500-3.000 íbúðir.

Einnig kom fram í framsögu Almars að það væru „augljósar vísbendingar uppi um skort og spennu á markaðinum.“ Þar væru vísbendingar á borð við hátt leiguberð, hækkandi húsnæðisverð og erfiðleikar ungs fólk að komast inn á markaðinn. Því telur Almar það hyggilegast að hefja frekari uppbyggingu í útjarðri höfuðborgarsvæðisins.

Að lokum tók Almar það fram að sveitarfélögin hefðu áhrif á framboð og verð á lóðum og því varpaði fram hugmyndinni um með hvaða hætti sveitarfélög ættu að tryggja eðlilegt framboð í markaðsdrifnu umhverfi.

Hér má sjá glærur Almars frá fundinum.