*

mánudagur, 19. nóvember 2018
Innlent 15. október 2018 18:04

Undirritaði samstarfsyfirlýsingu við Kína

Í dag fundaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með landbúnaðarráðherra Kína.

Ritstjórn
Kristján Þór og Han Changfu.
Aðsend mynd

Í dag átti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fund í Reykjavík með Han Changfu landbúnaðarráðherra Kína. Í kjölfar fundarins undirrituðu ráðherrarnir samstarfsyfirlýsingu um samstarf landanna á sviði landbúnaðar- og matvælamála. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Nýlega undirritaði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, samning við kínversk stjórnvöld sem gera íslenskum bændum kleift að hefja útflutning á lambakjöti til Kína. Á næstunni standa vonir til þess að sambærilegir samningar verði undirritaðir fyrir lax, mjöl og lýsi.   

Kínverski landbúnaðarráðherrann kom með sendinefnd sinni hingað til lands á laugardaginn. Þann dag heimsótti hann landbúnaðarsýninguna í Laugardalhöll. Á sunnudaginn fór kínverski ráðherrann í kynnis- og útsýnisferð um Suðurland og kynnti sér m.a. starfsemi kúabúa, garðyrkjustöðva og ferðaþjónustu.  Auk fundar með íslenska starfsbróður sínum í dag hefur kínverski ráðherrann heimsótti Stofnfisk og Bláa lónið.