Grímur Axelsson hagfræðingur starfar sem umboðsmaður fyrir ungversku tannlæknamiðstöðina Kreativ Dental á Íslandi. Sem slíkur hefur hann þannig milligöngu um og aðstoðar Íslendinga sem kjósa að sækja sér tannlæknaþjónustu í Ungverjalandi. Hann segir stofuna stóran samkeppnisaðila í löndum á borð við Noreg og Bretlandi og býst við því að þjónustan komi til með að gjörbreyta hinum íslenska tannlæknamarkaði. Segir hann að fyrirtækið veita hágæða meðferðir sem séu á bilinu 50-70% lægri en það sem stendur til boða hér á landi.

100-200 viðskiptavinir frá Noregi í hverjum mánuði

„Ég kynntist fyrirtækinu þegar ég var í framhaldsnámi í alþjóðahagfræði í Búdapest, en það vakti sérstaklega athygli mína hve framarlega Ungverjar eru á sviði tannlækninga og raun læknavísinda almennt. Ungverjar mennta lækna fyrir nánast allar Norður-Evrópuþjóðirnar; Danmörku, Svíþjóð, Noreg og Þýskaland auk þess sem Íslendingar hafa lengi lært læknisfræði og tannlækningar í Ungverjalandi.

Þegar ég komst að því hve margir ferðast hingað til að leita sér tannlæknaþjónustu áttaði ég mig á því að um væri að ræða áhugavert tækifæri sem gæti einnig verið möguleiki fyrir íslenska neytendur.

Það er til marks um gæði fyrirtækja á borð við Kreativ Dental að þrátt fyrir að það sé ekki með starfsemi í Noregi, Danmörku og Bretlandi þá er þetta engu að síður ein stærsta tannlæknastofan á þessum mörkuðum. Frá Noregi til að mynda koma á bilinu 100-200 viðskiptavinir á mánuði til að nýta sér þjónustuna og er það út af gæðunum sem bjóðast hér en ekki síður út af verðinu,“ segir Grímur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.