Japanska tískufyrirtækið Uniqlo tilkynnti í vikunni að frá og með október geti starfsmenn þess unnið fjögurra daga vinnuviku.

Uniqlo er með búðir í 15 löndum og með 10 þúsund starfsmenn. Starfsmenn sem kjósa að nýta sér nýja fyrirkomulagið munu þurfa að vinna tíu klukkutíma á dag og verða beðnir um að vinna um helgar og á frídögum. Forsvarsmenn Uniqlo telja að 20% starfsmanna muni nýta sér þennan nýja rétt. Ef fyrirkomulagið gengur vel mun Uniqlo bjóða upp á þetta í höfuðstöðvum sínum í Japan og í Bandaríkjunum.

Fyrirtækjum sem bjóða upp á þennan valkost fer fjölgandi, í 43% bandarískra fyrirtækja geta einhverjir starfsmenn nýtt sér þetta. En einungis 10% fyrirtækja bjóða meirihluta eða öllum starfsmönnum valkostinn.