Kvikmyndaverið Universal hefur tryggt sér réttinn að kvikmyndinni Vikingr. Greint er frá viðskiptunum á vef Hollywood Reporter og Deadline .

Baltasar leikstýir myndinni sem byggð er á handriti hans og Ólafs Egils Egilssonar. RVK Studios er meðframleiðandi ásamt Tim Bevan, Nathalie Marciano og Eric Fellner hjá Working Title og Marc Platt og Adam Siegel frá Marc Platt Productions.

Universal og Baltasar hafa áður unnið saman við gerð myndanna 2Guns og Contraband. Baltasar er nú önnum kafinn við eftirvinnslu á myndinni Everest sem frumsýnd verður í september 2015, en hún er einnig framleidd af Universal og Working Title. Þá mun hann einnig leikstýra myndinni Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða 1986.