*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Fólk 2. janúar 2014 14:53

Unnar Bergþórsson ráðinn verkefnastjóri hjá Pipar\Travel

Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur stofnað deild sem veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu sérfræðiráðgjöf í markaðsmálum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Unnar Bergþórsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Pipar/Travel, sérstakri deild sem auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur sett á laggirnar. Deildinni er ætlað að veita íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sérfræðiþjónustu í markaðsmálum. Hjá Pipar/TBWA vinna 45 manns.

Í tilkynningu frá auglýsingastofunni segir framkvæmdastjórinn Valgeir Magnússon um Pipar/Travel að breyting hafi orðið á ferðaþjónustunni í kjölfar gríðarlegrar fjölgunar erlendra ferðamanna til landsins. Ferðamenn ákveði sig yfirleitt að megninu til hvað þeir ætli að gera hér áður en þeir komi. Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi úr minna markaðsfé að spila en þau fyrirtæki sem stofurnar vinna mest fyrir. Þess vegna sé mikilvægt að straumlínulaga þjónustuna með stuttum boðleiðum og einfaldri, áhrifaríkri markaðssetningu.

„Fram að þessu hefur hefðbundin þjónusta auglýsingastofa ekki hentað þessum geira sérlega vel þar sem varan sem verið er að selja er eðlisólík annarri vöru og markaðssetningin er ólík annarri ímyndaruppbyggingu. Engin auglýsingastofa hefur sérhæft sig í þessari grein markaðsþjónustu á Íslandi og okkur fannst full ástæða til að ráða bót þar á til að anna eftirspurn ferðaþjónustufyrirtækja eftir markaðsþjónustu og ráðgjöf. Við höfum verið að kortleggja þetta í marga mánuði og undirbúa okkur vel.“

Valgeir Magnússon hjá Pipar/TBWA.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim