*

föstudagur, 21. september 2018
Fólk 16. mars 2017 13:35

Unnur Míla verður framkvæmdastjóri

Unnur Míla sjóðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði tekur við sem framkvæmdastjóri fjárstýringar tímabundið. Sigurður Jón Björnsson hefur ákveðið að láta af störfum.

Ritstjórn

Unnur Míla sjóðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði tekur við sem framkvæmdastjóri fjárstýringar tímabundið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Sigurður Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, hefur ákveðið að láta af störfum, frá og með 1. apríl næstkomandi. Sjóðurinn þakkar Sigurði vel unnin störf á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

Unnur Míla Þorgeirsdóttir, sjóðstjóri hjá Íbúðalánasjóði, mun taka tímabundið við starfi framkvæmdastjóra fjárstýringar. Unnur hefur lengi starfað á fjármálamarkaði með áherslu á eigna- og fjárstýringu fyrir einstaklinga og stofnanafjárfesta.

Unnur var áður forstöðumaður eignastýringar ALM verðbréfa en starfaði þar áður við stýringu á lausafjársafni Glitnis hf. Hún hefur einnig starfað sem sjóðstjóri erlends ríkisskuldabréfasjóðs hjá Íslandssjóðum, við endurskipulagningu einkabankaþjónustu Íslandsbanka, í fjárstýringu hjá Glitni banka auk þess sem hún var forstöðumaður eignastýringar hjá MP banka.

Unnur útskrifaðist með B.S.-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og lauk prófi í verðbréfaviðskiptum þremur árum síðar. Hún stundar nú með vinnu meistaranám í fjármálum fyrirtækja við HÍ.