Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Unnur ráðin nýr forstjóri FME

5. júlí 2012 kl. 11:48

Unnur Gunnarsdóttir

Unnur Gunnarsdóttir hefur starfað sem settur forstjóri eftirlitsins frá því að Gunnari Andersen var vikið frá störfum.

Unnur Gunnarsdóttir, sem verið hefur settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 1. mars síðastliðnum, hefur verið ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Kemur þetta fram í frétt á vef eftirlitsins. Unnur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í lögum bæði í Englandi og Kanada. Hún gegndi áður starfi yfirlögfræðings Fjármálaeftirlitsins.

Í tilkynningunni segir að Unnur hafi víðtæka reynslu af störfum við fjármálatengd verkefni, opinbera stjórnsýslu og í dómskerfinu. Hún starfaði meðal annars í sjö ár hjá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands og í fimm ár sem sérfræðingur í fjármálaþjónustu hjá EFTA skrifstofunni í Brussel. Þá var hún framkvæmdastjóri Fjölgreiðslumiðlunar í tvö ár. Innan opinberrar stjórnsýslu hefur Unnur meðal annars reynslu sem skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu í sjö ár og sem settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.Allt
Innlent
Erlent
Fólk