*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 4. júlí 2018 18:34

Upplifun kvenna af vinnu batnar

Upplifun fólks af vinnu hefur almennt batnað síðan 1950, en þó mun meira hjá konum en körlum.

Ritstjórn
Upplifun fólks af vinnu fer sífellt batnandi.
Getty Images

Samkvæmt nýrri rannsókn frá Bandaríkjunum, sem The Economist segir frá, hefur upplifun fólks af vinnu farið jafnt og þétt batnandi frá árinu 1950. Framfarirnar skiptast þó ansi ójafnt milli kynja, en upplifun kvenna hefur batnað meira en karla á alla 6 mælikvarða, og er að öllu leyti betri en 1950.

Konur upplifa nú meiri hamingju og tilgang í vinnunni en karlar, en einnig meiri þreytu, streitu, sársauka og depurð. Karlmenn upplifa hinsvegar minni hamingju en 1950, minni tilgang, og meiri streitu. Þeir upplifa þó einnig minni þreytu, minni sársauka, og minni depurð.

Ýmislegt kann að skýra þessa þróun, og ljóst er að vinnumarkaður kvenna hefur breyst meira en karla síðan 1950. Konur gegna stjórnunarstöðum og öðrum ábyrgðarstöðum í meira mæli, á meðan karlmenn taka í auknum mæli að sér þjónustustörf.

Annar mikilvægur þáttur er ólík viðhorf kynjanna gagnvart sumum tegundum vinnu. Á meðan konur í hefðbundnum iðnaðarstörfum upplifa hamingju undir meðaltali kvenna, upplifa karlar í slíkum störfum meiri hamingju en meðal vinnandi karl.

Ýmsir þættir gætu haft áhrif á áreiðanleika rannsóknarinnar. Kynin gætu sinnt ólíkum störfum innan þeirra flokka sem rannsóknin sundurliðar eftir. Eðli ákveðinna starfa gæti hafa breyst á þeim 70 árum sem rannsóknin nær yfir.

Rannsóknin gefur þó góða vísbendingu um almenna þróun upplifunar fólks af vinnumarkaði, þá sérstaklega ólíka þróun milli kynjanna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim