*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 27. apríl 2018 11:45

Uppsagnir hjá LS Retail

Sjö starfsmönnum hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail var sagt upp í gær. Fjármálastjóra fyrirtækisins var sagt upp í mars.

Ritstjórn
LS Retail er til húsa í Norðurturninum við Smáralind.
Haraldur Guðjónsson

Sjö starfsmönnum hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail var sagt upp í gær. Fjármálastjóra fyrirtækisins, Kari Vuorihovi, var sagt upp í mars. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins voru uppsagnirnar nokkuð þvert á deildir fyrirtækisins.

Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins segir Magnús Norðdahl, forstjóri fyrirtækisins: „LS Retail er alþjóðlegt fyrirtæki með 210 starfsmenn í 18 löndum. Við höfum verið að stækka mikið undanfarin ár og því er eðlilegt að skipulagið sé stöðugt í breytingum. Það sem við vorum að gera núna er að breyta áherslum í þróun ýmissa vara hjá okkur. Það leiddi til þess að 7 starfsmönnum var sagt upp og eftir þessar breytingar erum við með um 100 manns í þróun, nær alla á Íslandi.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim