Sjö starfsmönnum hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail var sagt upp í gær. Fjármálastjóra fyrirtækisins, Kari Vuorihovi, var sagt upp í mars. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins voru uppsagnirnar nokkuð þvert á deildir fyrirtækisins.

Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins segir Magnús Norðdahl, forstjóri fyrirtækisins: „LS Retail er alþjóðlegt fyrirtæki með 210 starfsmenn í 18 löndum. Við höfum verið að stækka mikið undanfarin ár og því er eðlilegt að skipulagið sé stöðugt í breytingum. Það sem við vorum að gera núna er að breyta áherslum í þróun ýmissa vara hjá okkur. Það leiddi til þess að 7 starfsmönnum var sagt upp og eftir þessar breytingar erum við með um 100 manns í þróun, nær alla á Íslandi.“