Til greina kemur að Íslandsbanki eða Landsbanki taki yfir hluta sparisjóðakerfisins, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Breska ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman mun á morgun, fimmtudag, kynna skýrslu sína um mögulegar leiðir til endurskipulagningar sparisjóðakerfisins fyrir íslenskum ráðamönnum. Verkefni fyrirtækisins var að kortleggja mismunandi leiðir sem hægt væri að fara í endurskipulagningunni.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að starfsmenn Wyman hafi verið í sambandi við ýmis fjármálafyrirtæki til að athuga hvort vilji sé hjá þeim til að taka yfir starfsemi smærri sparisjóða á landsbyggðinni og jafnvel útibúanet Byrs, velji íslenska ríkið að setja ekki viðbótar eiginfjárframlag inn í sjóðina.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta, frá kl. 21 í kvöld, lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .