Hótelfyrirtækið AmaZing Venues leitar um þessar mundir að framkvæmdastjóra hótels sem það hefur reist á 19. aldar virki rétt fyrir utan strendur Portsmouth. Virkið kallast No Man’s Fort eða einskis manns virki og var reist á milli 1865 og 1880 fyrir breska sjóherinn.

Nú stendur til að opna það aftur í haust sem lúxushótel með 22 herbergi, svæði fyrir 200 manna veislur, sundlaug og nokkra þyrlupalla. Í auglýsingu AmaZing Venues er leitað að reyndum hótelstjóra sem er spenntur fyrir því að „ráða yfir borgvirki á hafi úti“.