*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 29. júlí 2014 18:30

Úr einskis manns virki í lúxushótel

Virkið No man's Fort var reist á milli 1865 og 1880 fyrir breska sjóherinn.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hótelfyrirtækið AmaZing Venues leitar um þessar mundir að framkvæmdastjóra hótels sem það hefur reist á 19. aldar virki rétt fyrir utan strendur Portsmouth. Virkið kallast No Man’s Fort eða einskis manns virki og var reist á milli 1865 og 1880 fyrir breska sjóherinn.

Nú stendur til að opna það aftur í haust sem lúxushótel með 22 herbergi, svæði fyrir 200 manna veislur, sundlaug og nokkra þyrlupalla. Í auglýsingu AmaZing Venues er leitað að reyndum hótelstjóra sem er spenntur fyrir því að „ráða yfir borgvirki á hafi úti“.

Stikkorð: Hótel
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim