Hálönd eru staðsett í hlíðum Hlíðarfjalls á Akureyri en fyrstu orlofshúsin eru nú tilbúin og komin í notkun. Byggingaverktakinn SS Byggir keypti 28 hektara land úr landi Hlíðaraenda og er það svæði nefnt Hálönd.

Húsin eru um 100 fermetrar að stærð og eru hönnuð fyrir stórfjölskyldur eða fleiri fjölskyldur til að nota saman. Öll húsin eru útbúin heitum potti svo auðvelt er að renna sér beint af skíðum og í heita pottinn. VB Sjónvarp hitti Helga Örn Eyþórsson, verkefnastjóra hjá SS Byggir.