*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 27. nóvember 2015 11:59

Úr höftum í sæstreng

Benedikt Gíslason, ráðgjafi stjórnvalda við losun fjármagnshafta, hefur verið skipaður í vinnuhóp um sæstreng.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Benedikt Gíslason, sem ráðinn var aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, m.a. í tengslum við losun fjármagnshafta og tengdra mála, hefur verið skipaður í vinnuhóp sem á að sjá um könnunarviðræður um sæstreng til Bretlands.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur Benedikt þegar verið skipaður, en starf vinnuhópsins er skammt á veg komið. Könnunarviðræðunum er m.a. ætlað að kanna hvort og hversu mikið magn af orku Bretar hafa áhuga á að kaupa. 

Samkvæmt upphaflegri tilkynningu um málið á vinnuhópurinn að skila skýrslu innan sex mánaða en ef ákveðið væri að leggja sæstrenginn er gert ráð fyrir að verkefnið taki um 10 ár.

Stikkorð: Bretland Ísland Sæstrengur