*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 18. september 2017 19:49

Úr Hvíta húsinu í faðm Wall Street

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ófeiminn við það að halda ræður fyrir auðuga bankamenn á Wall Street.

Ritstjórn
epa

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera eins smeikur við það og kollegi hans, Hillary Clinton, að halda ræður fyrir bankamenn og fjárfesta á Wall Street. Obama hefur haldið ræður í fjármálastofnunum á borð við Carlyle Group, Cantor Fitzgerald og Northern Trust. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg um málið.

Þar er rifjað upp að Clinton, sem var frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum í fyrra og „átti“ að vera eftirmaður Obama, sagði nýverið að hún hafi séð eftir því að halda ræður fyrir bankamenn á Wall Street, líkt og Viðskiptablaðið hefur gert grein fyrir. Sama sektarkennd virðist ekki hafa náð til Obama — í það minnsta ekki eftir að hann lét af embætti í fyrra. 

Samkvæmt heimildarmönnum Bloomberg fékk Obama um 400 þúsund Bandaríkjadali — eða um það bil 42 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag — greitt fyrir að halda ræðu fyrir viðskiptavini Northern Trust Corp nýverið. Að sögn upplýsingafulltrúa Obama hefur forsetinn fyrrverandi flutt ræður sem að „endurspegla gildi hans“. Einnig var tekið fram að Obama hafi gefið ágóðann í góðgerðastarf. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim