*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 12. september 2012 17:16

Úrvalsvísitalan aftur undir upphafsgildið

Úrvalsvísitalan sveiflaðist nokkuð í tiltölulega litlum viðskiptum á hlutabréfamarkaði.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um 0,5% í aðeins tveggja milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði gengi bréfa Marel um 0,36% og Haga um 0,28%. Mesta veltan var með hlutabréf Marel eða upp á rúmar 160 milljónir króna.

Á móti lækkaði gengi bréf Icelandair Group um 0,85%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,1% og endaði vísitalan í 993,42 stigum. Hún fór til skamms tíma í dag yfir upphafsgildið, 1.000 stig. Heildarveltan á hlutabréfamarkaði nam 214,6 milljónum króna.