*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 10. ágúst 2012 15:53

Úrvalsvísitalan hækkaði í vikulokin

Ágætur skriður var á hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,5% í vikunni.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 1,23% í rúmlega 142 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði gengi bréfa Haga um 0,27% og Icelandair Group um 0,15%.

Aðeins gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins lækkaði eða um 0,71%.

Úrvalsvísitalan hækkaði þriðja daginn í röð eða um 0,51% og endaði hún í rúmum 1.013 stigum. Hún fór undir þúsund stigin um síðustu mánaðamót en sneri aftur í vikunni með 1,5% hækkun frá því á föstudag í síðustu viku.