*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 19. júlí 2017 16:46

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,17%

Gengi bréfa Icelandair Group og Marel hækkuðu mest í viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,17% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1787,75 stigum eftir rúmlega 836 milljóna króna viðskipti.

Gengi bréfa Icelandair Group hækkaði um 2,49% í 242 milljóna viðskiptum og HB Granda um 1,41% í 48 milljóna viðskiptum.

Gengi bréfa TM lækkaði um 2,73% í 60 milljóna króna viðskiptum og Eikar fasteignafélags um 0,9% í 82 milljóna viðskiptum.

Mest velta var í viðskiptum með bréf Marel sem hækkuðu um 2,31% í 304 milljóna króna viðskiptum. 

Vísitölur Gamma

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,6% í 2,6 milljarða viðskiptum. Þar hækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,86% og á meðan sá óverðtryggði stóð í stað.