Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,13% í dag og stendur því nú í 1.319,76 stigum. Hún hefur hækkað um 5,64% frá áramótum. Tiltölulega lítil velta var á mörkuðum í dag eða 1,2 milljarðar króna, þar af var veltan á hlutabréfamarkaði 600 milljónir og velta á skuldabréfamarkaði 635 milljónir króna.

Mest velta var með bréf VÍS en gengi bréfa félagsins hélst í stað. Hins vegar hækkaði gengi bréfa Eikar fasteignafélags um 1,41% í 17 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi bréfa Reita um 0,64% í 104 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 1,2 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 0,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 0,6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,4 milljarða viðskiptum.