Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,25% og er 7.889 stig þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur um átta milljörðum króna. Helstu hlutabréfamarkaðir hafa einnig hækkað.

Rekja má hækkun á gengi hlutabréfa til stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum um fimmtíu punkta í gær. Stýrivextir eru nú 4,75% í Bandaríkjunum.

Exista hefur hækkað um 5,23%, Icelandair Group hefur hækkað um 4,33%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 4,27%, Kaupþing hefur hækkað um 4,19% og Föroya banki hefur hækkað um 3,81%.

Gengi krónu hefur styrkst um 1,5%.

Danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 1,75%, breska vísitalan FTSE 100 hefur hækkað um 2,11% og norska vísitalan hefur hækkað um 2,69%. Jafnframt hækkaði japanska vísitalan TOPIX um 3,74% í gær og bandaríska vísitalan NASDAQ um 2,63%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.