Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,38% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.780 stigum eftir 972 milljarða viðskipti. Öllu meiri velta var á skuldabréfamarkaði en þar nam veltan tæpum sjö milljörðum

Gengi bréfa Reginn lækkaði um 1,32% í 26 milljóna viðskiptum og TM um 1,09% í litlum viðskiptum.

Gengi bréfa Nýherja hækkaði um 3,37% og Skeljungs um 1,26% í en nokkuð lítil velta var með bréf þessara félaga.

Mest velta var í viðskiptum með bréf Haga sem hækkuðu um 0,9% í 463 milljóna króna viðskiptum.

Vísitölur Gamma

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,02% í 2,4 milljarða viðskiptum. Þar hækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,04% á meðan sá sá óverðtryggði lækkaði um 0,16%.