Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,30% í viðskiptum dagsins og endaði í 1.708,34 stigum. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði hins vegar um 0,2%.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 2,4 milljörðum en heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam tæpum 9 milljörðum.

Hlutabréf í öllum Úrvalsvísitölufélögunum lækkuðu fyrir utan bréf í Högum sem héldust í stað. Mesta lækkunin var á hlutabréfum HB Granda en þau lækkuðu um 2,68% í 89 milljón króna viðskiptum. Bréf í Eimskipafélagi Íslands lækkuðu næst mest í dag eða um 1,93% í 172 milljón króna viðskiptum. Icelandair Group lækkaði einnig um 1,56$ í 631 milljón króna viðskiptum.

Hlutabréf í Nýherja hækkuðu hins vegar um 2,68% í dag í 97 milljón króna viðskiptum. Af félögum utan úrvalsvísitölunnar var mest lækkun hjá VÍS, en bréf félagsins lækkuðu um 2,02% í 69 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 11 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,2% í dag í 2,3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 7,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 5,4 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,2% í dag í 1,3 milljarða viðskiptum.