Úrvalsvísitala kauphallarinnar stóð nánast í stað í kauphöllinni í dag, og stendur hún nú í 1.692,17 stigum, sem er hækkun um 0,04% frá því í gær. Hefur vísitalan lækkað undanfarna daga. Nam velta á Aðalmarkaði 2,26 milljörðum króna.

Mestu hækkanirnar

Mesta hækkunin var í bréfum Tryggingamiðstöðvarinnar, sem hækkuðu um 2,98% í 332 milljón króna viðskiptum. Fæst hver hlutur í félaginu nú á 21,6 milljón krónur.

Næst mesta hækkunin var á bréfum Eik fasteignafélags, sem hækkuðu um 1,74% í 120 milljón króna viðskiptum. Er nú hver hlutur í félaginu að andvirði 8,75 króna.

Mestu lækkanirnar

Mesta lækkunin var á bréfum Regins, en þau lækkuðu um 1,11% í 290 milljón króna viðskiptum. Fæst hver hlutur í félaginu nú á 22,20 krónur. Næst mest lækkuðu bréf í N1, um 1,09% í 73 milljón króna viðskiptum.

Mest viðskipti voru með bréf Icelandair, eða um 983 milljón krónur, og lækkuðu bréf þess um 0,37% og fæst nú hver hlutur í félaginu á 27,25 krónur. Jafnframt má nefna að bréf Haga lækkuðu um 0,55% í 132 milljón króna viðskiptum og er virði hvers hlutar í félaginu nú á 45,35 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 2,3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 0,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í tæplega milljón króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í tæplega 542 milljón króna viðskiptum.