Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland stóð nánast í stað í viðskiptum dagsins, mældist lækkunin 0,01% og endaði vísitalan í 1.764,56 stigum. Heildarveltan á hlutabréfamarkaðnum var 1,355 milljarðar.

Einnig lækkaði aðalvísitala skuldabréfa, um 0,07% og endaði hún í 1.227,49 stigum.

Síminn og Tryggingamiðstöðin hækka

Mest hækkun var á gengi bréfa í Símanum, eða um 0,96% í 319 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins nú á 3,16 krónur.

Næst mest hækkunin var á bréfum í Tryggingamiðstöðinni, eða um 0,60%. Hvert bréf félagsins fæst nú á 25,30 krónur.

Reginn og Icelandair hækka

Mesta lækkunin var á bréfum í Reginn hf., nam hún 0,20% í 77 milljón króna viðskiptum og fæst hvert bréf félagsins nú á 52,30 krónur.

Næst mesta lækkunin var annars vegar í bréfum Haga eða 0,19% í 134 milljón króna viðskiptum og í Icelandair um sömu prósentu í 383 milljón króna viðskiptum. Bréf í Högum fást nú á 52,30 krónur og bréf í Icelandair fást nú á 26,15 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala GAMMA  stóð í stað í dag í 1,4 ma. viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 0,5 ma. viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,3 ma. viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,2 ma. viðskiptum.