Í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans tók Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland stórt stökk upp á við, og nam hækkunin 2,98%, hækkuðu öll félög sem viðskipti voru með í kauphöllinni í dag.

Nam heildarveltan á Aðalmarkaði í kauphöllinni rúmum 3,8 milljörðum króna, en heildarvelta skuldabréfa nam rétt tæpum 24 milljörðum króna.

Icelandair og Eimskip hækka mest meðal vísitölufélaga

Meðal félaga á Úrvalsvísitölunni hækkuðu mest hlutabréf í Icelandair, eða um 4,28% í 650 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf í félaginu á 27,70 krónur.

Næst mest hækkuðu bréf Eimskipafélagsins um 3,89%, í 306 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf í félaginu nú á 287,00 krónur.

Reginn og Eik hækka mest meðal félaga á Aðalmarkaði

Meðal annarra félaga á Aðalmarkaði, hækkuðu mest bréf í Reginn, eða um 4,33% í 156 milljón króna viðskiptum, Kostar hvert bréf í félaginu nú 24,10 krónur.

Næst mesta hækkunin meðal annarra félaga var í Eik fasteignafélagi, námu viðskiptin um 204 milljónum króna og fæst nú hvert bréf í félaginu á 9,65 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 3,2% í dag í 3,8 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 2,2% í dag í 18,8 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 2,2% í 2,8 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 2,1% í 16,1 milljarða viðskiptum.