Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq hækkaði um 0,65% í viðskiptum dagsins og endaði í 1.719,52 stigum. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði hins vegar um 0,07% og endar í 1.229,75 stigum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 3,49 milljörðum og heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam tæpum 6,9 milljörðum.

Hlutabréf í flestum Úrvalsvísitölufélögum hækkuðu í dag. HB Grandi lækkaði hins vegar um 2,58% í tæplega 116 milljón króna viðskiptum og Hagar lækkuðu einnig um 0,39% í 246 milljón króna viðskiptum.

Hlutabréf í Reitum fasteignafélagi, hækkaði mest af úrvalsvísitölufélögum eða um 2,22% í 310 milljón króna viðskiptum. Mest viðskipti vorum með bréf N1, en bréf félagsins hækkuðu um 1,57% í 963 milljón króna viðskiptum. Hlutabréf í Marel hækkuðu einnig um 1,63% í 348 milljón króna viðskiptum.

Hlutabréf utan úrvalsvísitölunnar hækkuðu einnig. Mest var hækkunin hjá Regin, en hún nam 3,11% í ríflega 220 milljón króna viðskiptum. Hlutabréf í Fjarskipti, móðurfélagi Vodafone hækkuðu einnig um 1,38% í 124 milljón króna viðskiptum. Þá hækkuðu hlutabréf í Eik fasteignafélagi um 1,33% í 343 milljón króna viðskiptum.