Þann 7. maí, mánudaginn komandi, hefst útboð á allt að 900 milljón hlutum í Heimavöllum að andvirði allt að rúmlega 1,2 milljörðum króna.

Hlutafjáraukningin gæti numið allt að 7,9% í félaginu, en um er að ræða undirbúning að væntanlegri skráningu félagsins í kauphöllina, sem Viðskiptablaðið hefur sagt frá. Til að byrja með verða 750 milljón nýir hlutir í boði, eða 6,7% alls hlutafjár, en ef eftirspurn er nægileg hefur félagið heimild til að fjölga hlutunum í 900 milljónir.

Hlutafjárútboðið stendur yfir frá klukkan 10 á mánudagsmorgun til klukkan 16 á þriðjudag og verða niðurstöðurnar birtar strax í kjölfarið. Markmiðið með útboðinu er að fjölga hluthöfum svo félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallar Íslands um næga dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa.

Landsbankinn greinir frá útboðinu en tekið er við áskriftum rafrænt á vef bankans. Geta fjárfesar valið þar um þrjár mismunandi leiðir, eða tilboðsbækur.

Áskriftarleiðir í útboði Heimavalla
Áskriftarleiðir í útboði Heimavalla
© Aðsend mynd (AÐSEND)