*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 8. ágúst 2016 07:53

Útflutningur Kínverja dregst saman

Erfiðleikar í Bandaríkjunum og Evrópu, virðast vera að draga úr eftirspurn almennings eftir allskyns varningi. Útflutningur í Kína hefur dregist saman um rúm 4%.

Ritstjórn
Miðlari í Kína
european pressphoto agency

Útflutningur í Kína hefur dregist saman um 4,4%, ef miðað er við júlí í fyrra. Þetta kemur fram á vef BBC, en hagfræðingar og fjárfestar hafa áhyggjur af stöðu kínverska hagkerfisins.

Kína er verksmiðja heimsins, og vekur það því áhyggjur ef útflutningur hefur dregist saman seinustu 12 mánuði. Pólitískur óstöðuleiki og versnandi efnahagshorfur í vesturlöndum, hafa valdið því að eftirspurn hefur minnkað eftir allskyns varningi.

Kínverskur útflutningur nam 184,7 milljörðum Bandaríkjadala í júlí. Viðskiptajöfnuður var þá jákvæður um rúmlega 52,3 milljarða í júlí. Hagvöxtur hefur einnig dregist saman, en nemur þó enn tæpum 7%.

Stikkorð: Kína Hagtölur Asía Kína
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim