Morgundagur, útgáfufélag Fréttatímans, hefur var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum að því er kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Skiptafundur fer fram 14. september. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út 7. apríl síðastliðinn.

Skulda yfir 200 milljónir króna

Mikið hefur gengið á varðandi útgáfu og rekstur Fréttatímans á síðustu misserum, en í frétt Viðskiptablaðsins frá því í apríl kemur fram að skuldir Fréttatímans nemi ríflega 200 milljónum króna. Stærstu kröfuhafar Morgundags eru Vogabakki ehf., Michael Jenkins og Gunnar Smári Egilsson, hver aðili með um 40 milljóna króna kröfu. Landsprent og Árvakur, prentsmiðja og dreifingaraðili blaðsins, eiga tæplega 40 milljóna króna kröfu.

Félag Sigurðar Gísla Pálmasonar, Dexter ehf., á 25 milljóna króna kröfu á félagið. Félagið skuldar starfsmönnum laun fyrir um 5 milljónir króna og skuldar launatengd gjöld fyrir tæpar 20 milljónir. Einhverjir þessara kröfuhafa munu vera tilbúnir að slá af kröfum sínum, en Viðskiptablaðið hefur ekki frekari upplýsingar þar um.